Pétur Zóphóníasson
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Pétur Zóphóníasson (31. maí 1879 – 21. febrúar 1946) var íslenskur ættfræðingur. Hann fæddist í Goðdölum í Skagafirði, lærði við Möðruvallaskóla og fór eftir það í verslunarnám til Kaupmannahafnar. Um aldamótin 1900 flutti hann til Reykjavíkur og hóf þar verslunarstörf. Hann hafði kynnst starfsemi taflfélaga í Danmörku og stóð fyrir stofnun Taflfélags Reykjavíkur ásamt fleirum aldamótaárið. Hann skrifaði kennslubók í skák sem kom út 1906. Hann var ritstjóri og útgefandi Þjóðólfs 1910-11. Þekktastur er hann fyrir ættfræðirit sín, einkum Ættir Skagfirðinga og hið mikla rit Víkingslækjarætt sem kom út í fjórum bindum 1939-1943 en fimmta bindið bættist við 1972. Pétur starfaði einnig mikið fyrir Góðtemplararegluna.
Kona hans hét Guðrún Jónsdóttir. Þau eignuðust 12 börn.