Pétur Zóphóníasson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Pétur Zophoníasson)
Jump to navigation Jump to search

Pétur Zóphóníasson (31. maí 187921. febrúar 1946) var íslenskur ættfræðingur. Hann fæddist í Goðdölum í Skagafirði, lærði við Möðruvallaskóla og fór eftir það í verslunarnám til Kaupmannahafnar. Um aldamótin 1900 flutti hann til Reykjavíkur og hóf þar verslunarstörf. Hann hafði kynnst starfsemi taflfélaga í Danmörku og stóð fyrir stofnun Taflfélags Reykjavíkur ásamt fleirum aldamótaárið. Hann skrifaði kennslubók í skák sem kom út 1906. Hann var ritstjóri og útgefandi Þjóðólfs 1910-11. Þekktastur er hann fyrir ættfræðirit sín, einkum Ættir Skagfirðinga og hið mikla rit Víkingslækjarætt sem kom út í fjórum bindum 1939-1943 en fimmta bindið bættist við 1972. Pétur starfaði einnig mikið fyrir Góðtemplararegluna.

Kona hans hét Guðrún Jónsdóttir. Þau eignuðust 12 börn.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.