Fara í innihald

Páll kjarni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Páll kjarni (d. 1403) var ábóti í Viðeyjarklaustri á síðasta fjórðungi 14. aldar og hefur verið talinn einn merkasti ábótinn þar. Hann tók við eftir lát Gísla Magnússonar 1379 (eða 1378) en Gísli hafði aðeins gegnt embættinu í fáeina mánuði.

Páll var mikill fjáraflamaður fyrir hönd klaustursins og í ábótatíð hans eignaðist það sextán jarðir til viðbótar þeim sem það átti fyrir. Hann var einnig skólamaður og hafði skóla í klaustrinu og í Vilkinsmáldaga 1397 eru taldar upp allmargar skólabækur í eigu klaustursins.

Páll dó í Svarta dauða árið 1403 og var ábótalaust í Viðey í tvö ár eftir lát hans, allt þar til Bjarni Andrésson tók við.

  • „Viðeyjarklaustur. Sunnudagsblað Tímans, 23. júlí 1967“.
  • „Um klaustrin á Íslandi. Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags, 8. árgangur 1887“.