Fara í innihald

Otrantósundið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Staðsetning sundsins.

Otrantósundið (albanska : Kanali i Otrantos, ítalska : Canale d'Otranto, gríska: Στενό του Οτράντο) er sund í Miðjarðarhafi milli Ítalíu í vestri og Albaníu í austri. Það tengir Adríahafið við Jónahaf.

Punta Palascìa við sundið er austasti oddi Ítalíu.

Sundið er 45-55 sjómílna breitt og er um 740 m. djúpt. Otrantósundið er nefnt eftir ítölsku borginni Otranto.


  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.