Fara í innihald

Húskeppur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Otiorhynchus sulcatus)
Húskeppur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Bjöllur (Coleoptera)
Ætt: Ranabjöllur (Curculionidae)
Undirætt: Entiminae
Ættflokkur: Otiorhynchini
Ættkvísl: Otiorhynchus
Tegund:
O. sulcatus

Tvínefni
Otiorhynchus sulcatus
(Fabricius, 1775)

Húskeppur (fræðiheiti: Otiorhynchus sulcatus) er ranabjölltegund ættuð frá Evrópu, en algeng í Norður-Ameríku einnig. Hann er plága í görðum.

Fullorðin bjalla er matt svört með samvöxnum hlífðarvængjum og ófleyg. Hann nærist að nóttu á blaðjöðrum,, og verða hök í blaðjöðrum. Breiðblaða sígrænar plöntur eru sérstaklega hætt við skemmdum.[1]

Kvenbjöllur hafa þann eiginleika að geta fengið afkvæmi án frjóvgunar[2] en engin karldýr hafa fundist.[3] Lirfurnar verða 1 sm á lengd, með lítið eitt sveigðan fótalausan búk, rjómagulur, með fölbrúnum haus. Þær eru neðanjarðar þar sem þær naga rætur og innri börk neðst á stofni. Þær valda mestum skaða á jurtkenndum plöntum, sérstaklega í pottum, þar sem rótarvöxtur er takmarkaður. Hérlendis eru þær nær eingöngu innanhúss.[4]


Lífrænar varnir

[breyta | breyta frumkóða]
Lirfur

Lirfunum er hægt að halda niðri með því að nota sníkjuþráðorma, til dæmis Steinernema kraussei og Heterorhabditis bacteriophora, sem fást sumsstaðar keyptir hjá sérhæfðum verslunum.[5] Þeim er einfanldlega blandað í vatn og vökvað í moldina.

Bjöllunum er hægt að ná með klístri á stofnum plantnanna, þar sem þær fara aftur niður á jörð á hverjum morgni.

Það er einnig hægt að tína fullorðin dýr af plöntunum á nóttunni þar sem þær eru að narta á blaðjöðrunum. Notið bara veikt ljós þar sem bjöllurnar láta sig detta við bjart ljós.

Einnig er notaður sveppurinn Beauveria bassiana, til að smita fullorðnar bjöllur.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. John A. McLean (2007). „Otiorhynchus (= Brachyrhinus) sulcatus (Curculionidae)“. UBC Faculty of Forestry. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. febrúar 2012. Sótt 16. apríl 2018.
  2. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. maí 2017. Sótt 16. apríl 2018.
  3. „Black Vine Weevil“ (PDF). 2003. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 29. nóvember 2016.
  4. „Náttúrufræðistofnun Íslands - Húskeppur“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. apríl 2019. Sótt 16. apríl 2018.
  5. „Black Vine Weevil“. University of Illinois Extension. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. febrúar 2010. Sótt 16. apríl 2018.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.