Orrustan við Salamis
Útlit
(Endurbeint frá Orustan við Salamis)
Orrustan við Salamis (Forngríska: Ναυμαχία τῆς Σαλαμῖνος), var sjóorrusta milli Grikkja og Persa í Persastríðunum. Orrustan var háð í september árið 480 f.Kr. í þröngu sundi milli eyjunnar Salamis og Píreus, hafnarborgar Aþenu.
Undir stjórn aþenska stjórnmálamannsins og herforingjans Þemistóklesar tókst Grikkjum að nýta sér þröngt sundið til þess að sigra mun stærri flota Persa, sem gat ekki nýtt sér liðsmuninn. Þar með var innrás Xerxesar I hrundið aftur. Sigur Grikkja var vendipunktur í stríðinu og leiddi að endingu til ósigurs Persa.
Þessi fornfræðigrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.