Fara í innihald

Orrustan við Portland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Myndskreyting frá 1873.

Orrustan við Portland var sjóorrusta í Fyrsta stríði Englands og Hollands sem fór fram undan Portlandeyju í Ermarsundi frá 28. febrúar til 2. mars 1653. Floti Enska samveldisins undir stjórn Robert Blake reyndi að hindra för herskipa Hollenska lýðveldisins undir stjórn Maarten Tromp aftur heim eftir að hafa fylgt hollenskum kaupskipaflota gegnum Ermarsund nokkrum vikum fyrr. Báðir aðilar höfðu yfir 70-80 herskipum að ráða.

Um leið og Tromp sá að enski flotinn hugðist sigla fyrir þá gaf hann skipun um árás. Skip hans Brederode náði að hleypa þrisvar af á skip Blake, Triumph, án þess að hann næði að bregðast við. Blake hörfaði því og skipherrann Michiel de Ruyter náði að ráðast að skut ensku skipanna. Blake sendi fylkingu freigáta til að hertaka hollensk kaupskip sem biðu við La Rochelle en Tromp sendi skip til að hindra þau. Næsta dag höfðu Englendingar vindinn með sér og hófu árás en náðu ekki að brjótast gegnum víglínu Hollendinganna. Eftir daginn voru mörg hollensku skipanna búin með skotfæri og reyndu því að spara skotin næsta dag. Um nóttina leiddi Tromp skip sín meðfram ströndinni í örugga höfn. Blake hafði náð á sitt vald 8 hollenskum herskipum og 20-40 kaupskipum. Báðir aðilar lýstu yfir sigri.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.