Fara í innihald

Orlande de Lassus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Orlando de Lassus

Orlande de Lassus, (einnig kallaður Orlando Lassus, Orlando di Lasso, Roland de Lassus eða Roland Delattre) (1532 (mögulega 1530) – 14. júní 1594) var fransk- flæmskt tónskáld á síðari hluta endurreisnartímans. Ásamt Palestrina er hann í dag talinn helsti fulltrúi pólýfóníu niðurlenska skólans. Hann var frægasta og áhrifamesta tónskáld Evrópu við lok 16. aldar. Lassus skrifaði yfir 2000 verk af öllum gerðum fyrir rödd sem til voru á hans tíma. Þar á meðal eru 530 mótettur, 175 ítalskir madrígalar og villanellur, 150 franskir chansons og 90 þýsk lieder. Hann samdi ekkert, svo vitað sé, fyrir hljóðfæri, sem er merkilegt í ljósi þess hversu mikið hann samdi og að hljóðfæratónlist var að vinna sér æ fastari sess á þeim tíma sem hann var að semja tónlist.