Orkudrykkur
Útlit
Orkudrykkir eru drykkir sem eru markaðssettir undir þeim formerkjum að þeir nái fram örvandi áhrifum. Þeir gefa vellíðunartilfinningu í heilanum, sem hvetur fólk að halda áfram neyslu þeirra, en hafa engin áhrif á vöðva líkamans.[1]
Orkudrykkir innihalda jafn mikið magn af sykri og er í sykruðum gosdrykkjum og eins mikið magn af koffíni og er í kaffi.[2] Orkudrykkir hafa verið lítið rannsakaðir og engar samræmdar reglur eru til um hvað drykkirnir megi innihalda.[3] Neysla orkudrykkja er mest á meðal ungs fólks bæði hér á landi og í Bandaríkjunum.[3][4]
Blanda áfengis og orkudrykkja er mjög vafasöm. Blandan hefur veikjandi áhrif á líkamann,[5] getur valdið hjartsláttartruflunum og jafnvel skyndilegum dauða.[6]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Study: Energy drinks boost the Brain, Not Brawn. Geymt 12 febrúar 2011 í Wayback Machine Time.com
- ↑ Arnar Jóhannsson. „Hversu mikill sykur er í orkudrykkjum og er eitthvað slæmt við þá?“. Vísindavefurinn 18.6.2009. (Skoðað 11.5.2011).
- ↑ 3,0 3,1 Orkudrykkir Geymt 12 maí 2011 í Wayback Machine Matvælastofnun
- ↑ A survey of energy drink consumption patterns among college students Nutrition Journal
- ↑ Alcohol-Energy drink combo riskier than Booze Alone, Study says U.S. National Libary of Medicine
- ↑ Orkudrykkir, áfengi og hreyfing varasöm blanda Morgunblaðið