Orfeus (ópera)
Útlit
Orfeus (ítalska: L'Orfeo, favola in musica) er eitt af fyrstu verkunum sem kallað er ópera. Tónlistin var samin af Claudio Monteverdi við texta Alessandro Striggio fyrir kjötkveðjuhátíð í Mantúu og fyrst sett á svið 24. febrúar árið 1607. Hún var fyrst gefin út á prenti í Feneyjum 1609.
Óperan byggist á grísku goðsögunni um Orfeus og Evridís. Hún er í fimm þáttum með formála.