Opið mengi
Útlit
Opið mengi er mengi sem inniheldur engan af jaðarpunktum sínum. Fyllimengi opins mengis er lokað mengi og iður opins mengis er mengið sjálft. Mengi geta verið bæði opin og lokuð, eða hvorki opið né lokað. Grunnmengi eru til dæmis bæði opin og lokuð, og mengi sem inniheldur suma, en ekki alla jaðarpunkta sína er hvorugt.
Sammengi opinna mengja er opið mengi og sömuleiðins endanleg sniðmengi opinna mengja.