Fyllimengi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Fyllimengið AC er í rauðum lit. Grunnmengið er táknað með U og gefna mengið með A.

Fyllimengi á við tiltekið mengi A og er mengi þeirra staka í grunnmenginu, sem ekki eru stök í A, táknað með A C eða A'. M.ö.o. má skilgreina fyllimengi sem mismengi grunnmengis og gefins mengis.

A mengi, þá er A^\mathrm{C} = \{x \in U : x \notin A\}, þar sem að U er grunnmengi.

Stundum er fyllimengi táknað með yfirstrikun, \bar A, en sá ritháttur stangast á við ritháttinn fyrir lokun mengis. Af þeim sökum hefur táknunin AC orðið vinsælli, en C-ið táknar enska orðið complement.