One Health

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
One Health-þrenningin.

One Health (enska: „ein heilsa“) er nálgun sem gengur út frá því að heilsa umhverfis, dýra og manna sé innbyrðis tengd. Hugtakið varð til í dýralæknisfræði sem viðbrögð við því að dýra- og mannasjúkdómar virðast breiðast út hraðar og víðar en áður, sem tengist meðal annars búsvæðaeyðingu villtra dýra. Hugtakið festist í sessi vegna ótta við faraldra af völdum sjúkdóma eins og fuglaflensu og svínaflensu sem geta borist úr dýrum í menn á 21. öld. Árið 2007 gaf Bandaríska læknafélagið út ályktun um One Health sem grundvöll samstarfs lækna og dýralækna, og árið 2008 gáfu Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin út sameiginleg meðmæli um notkun One Health-nálgunar til að takast á við áskoranir í lýðheilsu á heimsvísu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.