Omanori

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Nokkrir omamori

Omamori eru japanskir verndargripir sem gjarnan eru seldir á stöðum þar sem helgidómar og hof sjintotrúar eru og geta líka verið ýmiss konar Búddalíkneski.

Upphaflega voru þessir verndargripir úr pappír eða viði en nútímaútgáfur eru gjarnan litlir hlutir sem eru með umslagi úr efni og geta verið í þeim bæn eða trúarsetningar. Omamori eru seldir við helgistaði og á ferðamannastöðum er litið á kaup þeirra sem framlag og stuðning við helgistaðinn. Gestir kaupa þá gjarnan manori til gjafa til að óska viðtakanda velfarnaðar.