Ofveiði
Ofveiði á við það að veiða of mikið af ákveðinni tegund þannig að dregið er úr fjölda þeirra verulega. Með tíð og tíma getur tegund verið útrýmd vegna ofveiði. Ofveiði á einni dýrategund getur haft stór áhrif á öðrum tegundum. Til dæmis hefur ofveiði á hákörlum raskað jafnvægi sjávarvistakerfa. Ofveiði á þorski hefur valið því að þeim hefur fækkað talsvert í Norðursjónum. Auk vistfræðilega áhrifa hefur ofveiði efnahagsleg áhrif. Þeir sem treysta á ákveðinni dýrategund sem tekjuöflunarleið eiga við erfiðleika að stríða vegna ofveiði. Dæmi um þetta á Íslandi er síldarævintýrið.
Má reyna að draga úr áhrifum ofveiði með aðgerðum eins og kvótum, sem takmarkar magnið af ákveðinni tegund sem veiða má á ákveðnu tímabili. Kvótar geta líka verið umdeildir, því sumum finnst þeir takmarka tekjur of mikið en öðrum finnst þeir ekki nógu strangir. Nokkur dæmi um þetta hafa komið upp í gegnum tíma, til dæmis þorskastríðin og makríldeilan. Kvótar valda oft hagsmunaárekstri milli aðila.