Fara í innihald

Náttúruhamfarir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eldgos getur leitt til mikilla náttúruhamfara.

Náttúruhamfarir er náttúrumyndun sem hefur miklar og slæmar afleiðingar einkum fyrir mannlegt samfélag en einnig dýralíf. Náttúruhamfarir geta til að mynda verið afleiðingar jarðskjálfta, eldgoss, flóðbylgja, snjóflóða, hitabylgja, hvirfilbyls og óveðurs. Í náttúruhamförum getur orðið mikið manntjón eða fjárhagslegt tjón.