Notandi:Danielandri
Brandon Xavier Ingram (fæddur þann 2. september, 1997) er atvinnumaður í körfubolta sem spilar fyrir Los Angeles Lakers, lið í NBA deildinni. Brandon Ingram var valinn númer 2 í nýliðavali deildarinnar árið 2016 og er hann talinn einn af efnilegustu körfuboltamönnum í dag. Hann gekk í framhaldsskóla í Norður-Karólínufylki sem heitir Kinston þar sem hann var fylkistitilinn öll fjögur árin og var strax mjög eftirsóttur meðal bestu háskólaliða Bandaríkjanna fyrir 2015-2016 tímabilið. Ingram tók þá ákvörðun að ganga til liðs við Duke, eitt sigursælasta háskólalið allra tíma, undir stjórn Mike Krzyzewski sem er einnig landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í körfubolta. Brandon stoppaði stutt í háskólaboltanum og tilkynnti sig sem valmöguleika í NBA nýliðavalinu eftir aðeins eitt ár hjá Duke.
Æska
[breyta | breyta frumkóða]Brandon Ingram er fæddur í Kinstron í Norður Karólínu. Hann er sonur Donald og Joann Ingram. Brandon á engin alsystkini en á tvö hálf-systkini. Pabbi hans starfaði sem lögregluþjónn og sem starfsmaður á líkamsræktarstöð en vinnur núna við að búa til lyftara. Donald þótti einnig mjög efnilegur körfuboltamaður á yngri árum en endaði í neðri- og utandeildum í Bandaríkjunum en flutti svo aftur heim til Kinston. Ingram fjölskyldan bjó í einbýlishúsi á Higland Avenue. Hálf-bróðir hans, Donovan jr., bjó ekki í sama húsi en kom alltaf í svona "pabbahelgar" og fóru þeir bræður þá alltaf í körfubolta. Þrátt fyrir háa glæpatíðni bæjarins þá náði Brandon alltaf að halda sér frá því með körfuboltaiðkunn sinni.
Atvinnumannaferill
[breyta | breyta frumkóða]Þann 23. júní 2016 var Ingram valinn númer 2 í nýliðavalinu af Los Angeles Lakers. Hann var næst yngsti maðurinn sem var tekinn inn í deildina það árið eða einungis 18 ára gamall. Í fyrsta leik sínum í Lakersbúning skoraði hann 9 stig í sigri á Houston Rockets. Ingram var einnig valinn til að æfa með landsliðinu um sumarið 2016 fyrir Olympíuleikana. Leikstíl Ingrams hefur oft verið kenndur við leikstíls eins besta leikmanns deildarinnar, Kevin Durant. Þeir eru báðir í kringum 7 fet, grannir og með langar hendur sem gefur þeim mikið forskot á varnarmanninn. Ingram sagði sjálfur að hann hefur alltaf litið upp til Durant og reynir að móta leikstíl sinn eftir honum.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- tilvísun Duke's Brandon Ingram is rare case of a quiet, creative superstar
- tilvísun [[Brandon Ingram's rise has brought a whole new batch of Duke fans]]
- tilvísun [[Brandon Ingram]]