Fara í innihald

Notandi:Björn Bjarnar/sandbox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vatnakötturinn, Fishing cat, Prionailurus viverrinus

[breyta | breyta frumkóða]
Fishing Cat
Fishing Cat
Fishing Cat
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið
Fylking: Hryggdýr
Flokkur: Spendýr
Ættbálkur: Rándýr
Ætt: Kattardýr
Ættkvísl: Prionailurus
Búsvæði Fishing Cat
Búsvæði Fishing Cat

Líkamsbygging og útlit

[breyta | breyta frumkóða]

Líkamsbygging Vatnakattarins er örlítið ólík því sem gengur og gerist hjá köttum. Hann er um 57 cm -85 cm langur og vegur allt frá 5.5 kílóum upp í 12 kíló, hámarkshraði hans er ekki nema um 15 km/s. Hann er í flokki meðal lítilla og meðalstórra katta en hann er með hlutfallsega langan líkama miðað við hversu stuttir fætur hans eru. Hár hans eru stutt og gróf en feldurinn er ótrúlega þéttur. Feldurinn er ljósbrúnn og aðeins yfir í grátt með svörtum röndum í andliti sem ná niður á háls en þar taka við svartir blettir sem ná allaleið niður á enda skottsins. Skottið er einnig ólíkt öðrum skottum á kattardýr en skottið á Vatnakéttinum er flatt sem nýtist vel á sundi en það notar hann sem einskonar stýri þegar hann er á sundi. Þó kötturinn lifi aðalega í þéttu gróðurlendi og í votlendi og veiðir i ám þá eru sundfit hans mjög svipuð og sundfit annara dýra sem kemur eilítið á óvart miðað við hversu miklum tíma hann eyðir á sundi. Klær Vatnakattarins eru einnig frábrugðar klóm skildmenna hans en hann getur ekki dregið þær að fullu inn.

Útbreyðsla og búseta

[breyta | breyta frumkóða]

Mestar líkur eru á að finna Vatnaköttinn í löndum í suð-austur Asíu sökum aðstæðna þar en eins og fram kom hér að ofan þá býr hann einna helst í þéttu gróðurvöxnu votlendi nálægt ám. Gróðurinn veitir gott skjól gegn öðrum rándýrum sem og góða felustaði fyrir Vatnaköttin til að liggja í laumi og fylgjast með fiskum. Búsvæði þeirra á þó undir högg að sækja sökum þess hve ágengur maðurinn er. Nú þegar hefur um helmingi af því svæði sem þeir hafa búið á verið eitt sökum meingunar frá verksmiðjum, vatnsbæli þurkuð upp og vatnið notað til áveitu fyrir landbúnað. 98% af því svæði sem eftir er bíður sömu afleiðinga ef ekki er gripið inn í og það strax.

Hegðun og lifnaðarhættir

[breyta | breyta frumkóða]

Vatnakötturinn er næturdýr sem þýðir að hann sefur á daginn og fer svo á stjá þegar rökkva tekur í leit að bráð. Kéttirnir sölsa undir sig stór yfirráðasvæði en þau geta verið allt að 22 ferkílómetrar að stærð, þó eru svæði kvendýranna eilítið smærri. Vatnakötturinn er einfari en býr yfir ótrúlegri aðlögunarhæfni en vitað er til þess að sumir þeirra lifa nálægt úthverfum en sökum þess að þeir ferðast aðalega um á nóttunni er erfitt að fylgjast með þeim.
Æxlun og líftími

[breyta | breyta frumkóða]
Kéttlingur

Fengitími Vatnakattarins er í Janúar og febrúar en þá kallar kvendýrið á karldýrin og gefur til kynna að hún sé tilbúin til mökunar. Meðgangan er í kringum 60 til 70 dagar og hvert got getur verið allt frá 1 kéttlingi upp í 4. Líkt og afkvæmi annara katta þá fæðast þeir blindir. Þegar kéttlingarnir eru orðnir um 50 daga gamlir eru þeir farnir að geta borðað kjöt en stóla þó á foreldra sína til að færa þeim fæðu og eru fastir á spena í nokkra mánuði til viðbótar. Um 9 mánaða aldur eru kéttlingarnir svo orðnir fullvaxta og sjálfstæðir og um mánuði seinna fara þeir og leita sér að nýju yfirráðasvæði. Meðal lífaldur þeirra er milli 10 til 12 ár.


Fæða og fæðu öflun

[breyta | breyta frumkóða]

Vatnakötturinn er kjötæta og er matarræðið hans að stórum meirihluta byggt upp á fiski eða um 70% og þar á eftir froskar, sniglar, snákar, mýs og fugla. Vitað er til þess að Vatnakötturinn hafi veitt stærri dýr á borð við Civet, hunda sem og búfénað. Þegar kemur að því að veiða í vatni bíður kötturinn á árbakkanum þangað til hann kemur auga á fisk og stekkur þá beint á hann og kófestir. Vatnakéttirnir eru afbragðs góðir í því að kafa en það nýta þeir sér til að veiða fugla. Þá kafa þeir undir fuglana og þar með óséðir og grípa þá neðanfrá. Auðveldasta og orkuminnsta leiðin sem þeir nota þó til að veiða fiska er að þeir bíða á árbakkanum og slá loppunni létt á yfirborð árinnar til að herma eftir flugu eða öðrum smáum dýrum og bíða svo átektar eftir að fiskur komi til að gæða sér á flugunni en þá grípur kötturinn fiskinn og skóflar honum upp á þurrt land.

Hættur sem steðja að Vatnakéttinum

[breyta | breyta frumkóða]

Vatnakötturinn lifir á sama svæði og tígrisdýr og birnir og eru það helstu keppinautar hans um fæðu, en engin hætta steðjar að þessum dýrum í hans garð. Eina skepnan sem steðjar hætta að erum við mannfólkið. Ekki höfum við einungis eytt miklu af hans búsvæði heldur veiðum við hann einnig til að nýta feldinn og kjötið af honum. Mennirnir eru einnig að ryðjast meira og meira inn á búsvæði hans og veiða í stórum stíl þann fisk sem er í ánnum sem kemur grimmt niður á Vatnakéttinum en hann hefur þar að leiðandi úr minna að moða, sérstaklega þar sem hann deilir þessari fæðu með tígrisdýrum og birnum.
http://www.iucnredlist.org/details/18150/0

http://theanimalfacts.com/mammals/fishing-cat/

http://a-z-animals.com/animals/fishing-cat/

http://www.arkive.org/fishing-cat/prionailurus-viverrinus/

https://nationalzoo.si.edu/Animals/AsiaTrail/FishingCats/factsheet.cfm

http://bigcatrescue.org/fishing-cat-facts/

  1. Tilvísunar villa: Villa í <ref> tag; tilgreindu texta fyrir tilvísun með nafnið IUCN