Fara í innihald

Ástríður Bjarnadóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ástríður Bjarnadóttir
Fædd1729
Dáin1802
Þjóðerniíslensk
MakiHalldór Jakobsson
BörnGuðrún († 1783)
ForeldrarBjarni Halldórsson (faðir)
Hólmfríður Pálsdóttir (móðir)

Ástríður Bjarnadóttir (17291802) var íslensk sýslumannsfrú.

Faðir hennar var Bjarni Halldórsson á Þingeyrum († 1773) sem var sýslumaður í Húnavatnssýslu og móðir hennar var Hólmfríður († 1736), dóttir Páls Vídalíns. Ástríður var eldri dóttir þeirra, systir hennar hét Þorbjörg og þær höfðu þrjá bræður, Páll, Jón og Halldór Vídalín, þannig að Reynistaðarbræður voru bróðursynir Ástríðar.[1][2]

Ástríður var trúlofað Erlendi sem var stúdent og hafði verið sveinn Bjarna, föður hennar. Ástríður og Erlendur höfðu eitt barn en það dó ungt.[3] Bjarni var reiður út í hana og það segist að hann hafi gefið henni líkamlega hirtingu. Skömmu seinna flýðu Ástríður og Erlendur til Hóla. Þar skrifaði biskupinn Gísli Magnússon Bjarna bréf og lagði til að Ástríður og Erlendur fái giftast en faðir hennar vildi það ekki og sendi eftir henni.[4]

Árið 1760 giftist hún nauðug Halldóri Jakobssyni sem var sýslumaður í Strandasýslu. Bruðkaup þeirra fór fram Þingeyrum og þau bjuggu á Felli. Hjónin áttu eina dóttur, sem hét Guðrún og giftist Einari Thorlacius á Grenjaðarstað,[5] en hún dó árið 1783.[6]

Ástríður taldist vera mjög fégjörn[7] og sínk, fyrir utan gegnt Erlendi, sem hafði gifst Karítas Sigurðardóttur.[8] Er útileguþjófurinn Halldór Ásgrímsson var handtekinn vildi hún ekki brauðfæða hann ef hann vann ekki fyrir matinn, en svo strauk hann. Fjalla-Eyvindur, sem hafði gripist árið 1763 – ásamt Höllu og Abraham – og var góður vinnumaður,[9] strauk líka frá Felli og það var sagt, að Ástríður hefði hjálpað þeim.[10] Er Halldór Jakobsson bauð Magnús Ketilsson heim að Felli móðgaði hún maka sinn og gestinn með fátæklegum borðhaldi.[11]

Árið 1787 strandaði verslunarskipið Fortúna fyrir utan Eyvindarfjörðinn. Sagt er,

að þá Halldór sýslumaður fór að heiman til aðgerða við Fortúnastrandið, bað Ástríður hann að gæta sín, og var hún ei vön því, kvaðst ætla að honum yrði sú för til mikils ótíma, og reyndist hún þar sannspá vera.
 
— Jóhannes Jónsson frá Asparvík: Kúvíkur, í: Strandapósturinn 2 (1968), bls. 89.

Hið svokallaða Fortúna-málið leiddi til þess að Halldór sýslumaður var vikið frá embætti.[12]

Hjónabandið með Halldóri var erfitt og árið 1796, eftir rúmlega 30 ára sambúðar, fór Ástríður frá honum.[13] Hún flutti til Halldórs bróður síns sem bjó í Reynistað.[14] Árið 1800 dó hann og Ástríður fluttist til Þorbjargar sýstur sinnar, sem þá var ekkja, í Viðidalstungu. Þar andaðist Ástríður árið 1802.[15][16]

  • Hildur Biering: Hann ól upp dóttur mína en ég son hans. Fósturbörn á 17. og 18. öld, MA-ritgerð, 2016, bls. 57–58 (PDF).
  • Jón Þorkelsson (ritstj.): Vísnakver Páls lögmanns Vídalíns, Kaupmannahöfn 1897, bls. IV, XCVIII–XCIX og CIII (books.google.is).

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Þáttur af Bjarna sýslumanni á Þingeyrum (Handrit Oskars Clausens sagnaritara), í: Gríma. Tímarit fyrir íslenzk þjóðleg fræði XIII (1938), bls. 23.
  2. Jóhannes Jónsson frá Asparvík: Kúvíkur, í: Strandapósturinn 2 (1968), bls. 89.
  3. Sýslumannshjónin á Felli (Handrit Oskars Clausens sagnaritara), í: Gríma. Tímarit fyrir íslenzk þjóðleg fræði XIII (1938), bls. 25.
  4. Sýslumannshjónin á Felli (Handrit Oskars Clausens sagnaritara), í: Gríma. Tímarit fyrir íslenzk þjóðleg fræði XIII (1938), bls. 26.
  5. Sýslumannshjónin á Felli (Handrit Oskars Clausens sagnaritara), í: Gríma. Tímarit fyrir íslenzk þjóðleg fræði XIII (1938), bls. 29.
  6. Katelin Parsons: Um Halldór Jakobsson, í: Jón á Bægisá. Tímarit um þýðingar 12 (2008), bls. 68.
  7. Gísli Konráðsson: Þáttur af Halli á Horni, Snorra presti og Hallvarði Hallssyni, í: Vestfirzkar sagnir. Helgi Guðmundsson og Arngr. Fr. Bjarnason. II. bindi. 2. og 3. hefti, Reykjavík 1945, bls. 140.
  8. Sýslumannshjónin á Felli (Handrit Oskars Clausens sagnaritara), í: Gríma. Tímarit fyrir íslenzk þjóðleg fræði XIII (1938), bls. 27, bls. 30.
  9. Björk Ingimundardóttir: Nýjar frásagnir af Fjalla-Eyvindi. Heimildir í skjalasöfnum amtmanns og stiftamtmanns í Þjóðskalasafni Íslands, í: Strandapósturinn 43 (2011), bls. 113.
  10. Sýslumannshjónin á Felli (Handrit Oskars Clausens sagnaritara), í: Gríma. Tímarit fyrir íslenzk þjóðleg fræði XIII (1938), bls. 27.
  11. Sýslumannshjónin á Felli (Handrit Oskars Clausens sagnaritara), í: Gríma. Tímarit fyrir íslenzk þjóðleg fræði XIII (1938), bls. 28–29.
  12. Sýslumannshjónin á Felli (Handrit Oskars Clausens sagnaritara), í: Gríma. Tímarit fyrir íslenzk þjóðleg fræði XIII (1938), bls. 30–32.
  13. Halldór Jakobsson (1735-1810) í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni (geymt 25 júlí 2008)
  14. Sýslumannshjónin á Felli (Handrit Oskars Clausens sagnaritara), í: Gríma. Tímarit fyrir íslenzk þjóðleg fræði XIII (1938), bls. 32.
  15. Sýslumannshjónin á Felli (Handrit Oskars Clausens sagnaritara), í: Gríma. Tímarit fyrir íslenzk þjóðleg fræði XIII (1938), bls. 33.
  16. Annáll Hallgríms Jónssonar djákna, í: Fréttabréf Ættfræðifélagsins 29,1 (2011), bls. 10.