Notandi:Asaem/sandbox

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stóra mauraæta

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Hryggdýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Legköguspendýr (Pilosa)
Ætt: Mauraætur (Anteaters)
Ættkvísl: Myrmecophaga
Linnaeus, 1758 [1]
Tegund:
Stóra mauraæta

Tvínefni
Myrmecophaga tridactyla
Linnaeus, 1758
Heimkynni Stóru mauraætunnar. Blátt svæði - Varðveitt, appelsínugult svæði - líklega útrýmd
Heimkynni Stóru mauraætunnar. Blátt svæði - Varðveitt, appelsínugult svæði - líklega útrýmd

Stóra mauraæta (fræðiheiti: Myrmecophagidae) er spendýr af ætt Mauraæta. Hún er ein af fjórum lifandi tegundum af mauaætum og er flokkuð í sömu fylkingu og letidýr. Hún er sú stærsta í sinni fjölskyldu og eru karldýrin 182-217 cm á lengd og 33-41 að þyngd og kvendýrin einnig 182-217 cm á lengd en 27–39 kg. Hún er auðþekkjanleg af löngu trýninu, loðna skottinu, löngu klónum og litaða feldnum sínum.

Stóra mauraætan á heimkynni sín á sléttum suður-Ameríku, frá Gvajæna og suður í Argentínu Norðanverða. Hana er hægt að finna á mörgum búsvæðum, þar á meðal á graslendum og í regnskógum. Hún sefur mest allan daginn á graslendum og skýlir sér fyrir sólini með því að breiða yfir sig skottið.Þegar dimmir fer hún að brölta um í fæðuleit og nærist hún helst á maurum og termítum. Stóra mauraætan er yfirleitt ein nema þegar að mökun á sér stað og á meðan móðurhlutverkinu stendur. Hún ber afkvæmi sín á bakinu þangað til þau fara að labba mest um sjálf.


Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Stóra mauraætan er sú stærsta í sinni ætt. Karl- og kvendýrin eru 182-217 cm á lengd en karldýrin eru 33-41 kg að þyngd og kvendýrin 27–39 kg. Höfuðið á stóru mauraætunni er 30 cm langt og er það sérstaklega langt miðað við aðrar mauraætu tegundir. Trýnið á henni hefur pínulítinn munn og nasir á endanum og er stærsti parturinn af höfðinu hennar. Augun og eyrun eru frekar lítil og hún sér og heyrir mjög illa. Stóra mauraætan reiðir sig mest á lyktarskynið sitt sem er 40x næmara en hjá mönnum. Talið er að Stóra mauraætan lifir að meðaltali í sextán ár.

Feldur Stóru mauraætunnar er að mestu grár með hvítum blæ. Leggir framfóta hennar eru hvítir, með svörtum böndum í kringum úlnliðinn, en afturfætur hennar eru dökkir.Þykk svört bönd með hvítum útlínum teygjast frá hálsinum og að öxlunum þar sem þau enda í þríhyrningslaga mynstri. Líkaminn endar á brúnum hala. Hárin á feldinum eru löng og sérstaklega á skottinu, sem lætur skottið líta út fyrir að vera stærra en það er í raun. Mynstrið á feldinum var talið vera felulitur, en rannsóknir benda til að það sé til viðvörunar. Stóra mauraætan hefur fimm tær á hverjum fæti. Á framfótunum hefur hún klær á fjórum tám. Hún labbar á fram hnúunum eins og górillur til þess að halda klónum frá á meðan hún gengur. Líkamshiti hennar er 32° sem er minna en hjá öllum öðrum spendýrum.

Mataræði og fæðuöflun[breyta | breyta frumkóða]

Stóra mauraætan með framlengda tungu

Stóra Mauraætan fær nánast alla næringu sína úr maurum og termítum. hún nærist á nóttunni. Hún notar sterka framfæturnar og klærnar til þess að brjóta niður maurabúin.Hún passar sig samt á því að eyðileggja aldrei búin. Þannig getur hún viðhaldið búunum og komið aftur og nært sig seinna. Hún hefur engar tennur en hefur brodda á tungunni sem hún notar til að brjóta niður mauranna. Hún notar langa tungu sína sem er þakin munnvatni til þess að ná í mauranna. Hún stoppar stutt í hverju búi svo að hún geti forðað sér áður en maurarnir koma út og ráðast á hana. Að meðaltali borðar hún um 100 maura í hverju búi og fer svo.

Æxlun[breyta | breyta frumkóða]

Stóra mauraætan getur makað sig allt árið. Á meðan á mökun stendur liggur kvendýrið á hliðinni á meðan karldýrið leggst yfir hana. Parið heldur sig saman í þrjá daga og makast nokkrum sinnum á þeim tíma. Meðgangan er um 190 dagar og fæðist bara einn hvolpur í einu sem er yfirleitt um 1,4 kg. Kvendýrin fæða standandi. Hvolpar fæðast með augun lokuð og byrja að opna þá eftir sex daga. Móðirin ber ungviði sitt á bakinu. liturinn á feldi hvolpsins rennur saman við feld móðurinnar eins og felulitur. Eftir þrjá mánuði ungviði byrjar að borða fasta fæðu og er að fullu vanið eftir tíu mánuði. Hvolpurinn er yfirleitt orðinn sjálfstæður eftir níu til tíu mánuði. Stóra mauraætan verður svo kynþroska eftir tvö til fjögur ár.


Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

https://en.wikipedia.org/wiki/Giant_anteater David Attenborough, Heimur spendýranna

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

https://en.wikipedia.org/wiki/Giant_anteater http://animals.nationalgeographic.com/animals/mammals/giant-anteater/

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Linnæus, Carl (1758). Systema naturæ per regna tria naturæ, secundum classes, ordines, genera, species, cum characteribus, differentiis, synonymis, locis. Tomus I (latína) (10. útgáfa). Holmiæ: Laurentius Salvius. bls. 35. Sótt 23. nóvember 2012.