Mauraætur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mauraætur (Myrmecophagidae) eru ætt tannleysingja með fjórar tegundir í Suður- og Mið- Ameríku.

Tegundirnar hafa langt og frammjótt höfuð og trýni og langa og liðuga og slímuga tungu. Á framlimum eru öflugar klær til að rífa upp maurabú. Maurabjörn (myrmecaphaga tridactyla) er allt að 180 sentimetrar á lengd með kafloðnu skottinu og heldur sig á jörðu niðri. Hinar 3 tegundirnar eru minni, hafa griprófu og klifra í trjám.