Notandi:Árný M. Eiríksdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Barátta fyrir opnu menntakerfi

Þessi síða um opið menntakerfi er hugsuð fyrir byrjendur sem vilja auka skilning sinn á fyrirbærinu „Opið menntakerfi“ og einnig „MOOC“ sem þvælist sjálfsagt fyrir þeim sem ekki vita mikið um nám og kennslu á netinu. MOOC (massive open online courses) er kerfi þar sem hægt er að nálgast mikið magn af opnum námskeiðum á netinu. Í framhaldi af gríðarlegum vinsældum þessa kerfis hefur opna aðferðin við menntun færst frá hinum fáu útvöldu til allra sem hafa áhuga. Þetta er mikill sigur fyrir þá sem hafa trú á því að menntun sé fyrir alla óháð efnahag. Nú eru reyndar ýmsir aðilar farnir að styrkja sum MOOC námskeið svo það gætu verið miklar breytingar framundan. Enn er töluvert af ókeypis námskeiðum, sérstaklega hjá stórum menntastofnunum sem munar lítið um að bæta örfáum nemendum við hjá sér því allur stofnkostnaður og þróunarkostnaður er greiddur af staðnemum eða styrktir á annan hátt af ríki eða einkaaðilum.

Um þetta fjallar Martin Weller í bók sinni „Battle for Open“ sem hægt er að nálgast á þessari slóð hér http://www.ubiquitypress.com/site/books/10.5334/bam/. Martin Weller hefur verið prófessor í menntunarfræði (Educational Technology) í Opna Háskólanum (Open University) í Bretlandi og hefur kennt yfir 12.000 nemendum frá árinu 1999. Bókin var skrifuð fyrir fólk sem vinnur við menntun á efri stigum og hefur áhuga á kynnast betur opinni menntun eða opið menntaefni (Open Education).

Opið menntaefni er þýðing á Open Educational Resources (OER) en það hugtak kom fram árið 2002 á fundi hjá UNESCO um áhrif opins náms á háskólastigi í þróunarlöndunum. Um það má lesa betur á þessari síðu: https://is.wikipedia.org/wiki/Opi%C3%B0_menntaefni. Línan á milli MOOC og OER er í raun flæðandi og ekki svo auðvelt að halda utan um allt það efni sem flæðir frítt á netinu og allir sem vilja geta skoðað og lært af ef fólk hefur tölvu og aðgang að netinu.

Heimildir

Martin Weller. 2015. Battle for Open. How openness won and why it doesn't feel like victory. ubiquity press London.

https://commons.wikimedia.org/wiki/Main_Page

https://is.wikipedia.org/wiki/Opi%C3%B0_menntaefni

http://www.ubiquitypress.com/site/books/10.5334/bam/