Norðurfjörður
- Fyrir fjörðinn á Austfjörðum, sjá Norðfjörður.
Norðurfjörður er fjörður á Ströndum sem er norðan við Trékyllisvík en sunnan við Ingólfsfjörð. Á nyrðri strönd fjarðarins er Krossnes og þar er heit sundlaug í flæðarmálinu. Í Norðurfirði eru flest hús komin í eyði en eitthvað er um sumarhús á svæðinu og er rekin lítil verslun á sumrin. Úr firðinum liggur akvegur til norðvesturs í gegnum Meladal yfir í Ingólfsfjörð en þaðan liggur slóði yfir í Ófeigsfjörð. Er sá vegur einungis jeppafær enda að miklu leyti í fjörunni.
Í Norðurfirði rekur Ferðafélag Íslands skála að Valgeirsstöðum. Þar eru skálaverðir á sumrin til að þjónusta ferðamenn. Sumarið 2010 hóf Urðartindur ehf. að bjóða upp á gistingu í tveimur smáhýsum auk tjaldsvæðis. Sumarið 2012 var hlöðunni í Norðurfirði breytt þar sem á efri hæðinni eru fjögur tveggja manna herbergi og á neðri hæðinni góð aðstaða fyrir tjaldgesti og annað ferðafólk, með salerni og sætum fyrir allt að 80 manns.
Yfir Norðurfirði rísa Kálfatindar (646 m) og Krossnesfjall.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Vefsíða gistiheimilis Urðartinds
- Vefsíða Kaffi Norðurfjarðar
- Vestfjarðarvefurinn Geymt 21 mars 2008 í Wayback Machine
- Nat.is Geymt 16 mars 2008 í Wayback Machine