Fara í innihald

Norrænar myndir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá NordicPhotos)

NordicPhotos eða Norrænar myndir ehf er myndabanki sem býður myndefni frá yfir 500 atvinnuljósmyndurum og selur það vítt og breitt um heiminn, auk þess að hafa umboð fyrir fjölda annarra myndasafna á Norðurlöndunum.

Söguágrip

[breyta | breyta frumkóða]

NordicPhotos (Norrænar myndir) var stofnað árið 2000 á Íslandi. Stofnendur voru Arnaldur Gauti Johnson, Kjartan Dagbjartsson, Hreinn Ágústsson og Thor Ólafsson. Fyrirtækið hóf að færa út kvíarnar árið 2003 og hefur fest sig í sessi sem einn stærsti myndasöluaðili Norðurlanda.

NordicPhotos hefur byggt upp eitt stærsta myndasafn Norðurlanda, eftir að hafa síðan 2003 keypt upp sex myndabanka í Svíþjóð og Noregi og unnið að því að sameina þá undir eitt þak. Í heildina hefur NordicPhotos tíu norræn myndasöfn í sölu.

Myndabankar sem NordicPhotos hefur keypt:

  • Árið 2003 Mira Bildarkiv og IMS Bildbyrå,
  • Árið 2004 Tiofoto
  • Árið 2006 Greatshots
  • Árið 2007 GV-Press

Að auki hefur NordicPhotos sett á laggirnar danska myndasafnið Siluet og Royality Free myndasafnið Simply North sem eru hluti af heildar myndasafni fyrirtækisins.

NordicPhotos hefur nú yfir 130.000 stafrænar myndir frá rúmlega 500 ljósmyndurum. Þetta safn er eitt það stærsta og fjölbreyttasta sem finna má á Norðurlöndunum. Myndasöfnin eru inná vefsíðum fyrirtækisins sem og hjá yfir 100 dreifingaraðilum víðs vegar um heiminn.

NordicPhotos sér einnig um dreifingu og sölu mynda frá öðrum stórum myndabönkum víðsvegar á Norðurlöndunum, bæði Rights Managed og Royalty free myndefni.

Aðalskrifstofur NordicPhotos eru á Íslandi en fyrirtækið er einnig með skrifstofur í Stokkhólmi, Svíþjóð og Osló, Noregi. Um 15 manns starfa hjá fyrirtækinu.