Fara í innihald

Norbert Hofer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Norbert Hofer, 2016

Norbert Hofer (f. 2. mars 1971) er austurrískur stjórnmálamaður og meðlimur í austurríska Frelsisflokknum. Hann var frambjóðandi flokksins til forseta í kosningum árið 2016. Í fyrri umferð forsetakosninganna hlutu þeir Alexander Van der Bellen, fyrrum talsmaður græningjaflokksins, flest atkvæði. Hofer tapaði kjöri gegn Van der Bellen í seinni umferð kosninganna og aftur þegar kosningarnar voru haldnar í annað sinn vegna formgalla í meðferð atkvæðatalningarinnar.

Hann er tvíkvæntur og á fjögur börn. Í ágúst 2003 brotlenti hann svifdreka og við það hnjaskaðist mænan en eftir nokkra mánuði í hjólastól og endurhæfingu hélt hann áfram að ganga en gengur þessvegna fremur sljólega og með staf. Ennfremur sat hann við forsetakappræðurnar ólíkt öðrum frambjóðendum.

Hofer var samgöngu-, nýsköpunar- og tæknimálaráðherra í samsteypustjórn Sebastians Kurz frá 2017 til 2019.[1][2] Hann sagði af sér ásamt öllum öðrum ráðherrum Frelsisflokksins þann 20. maí árið 2019 eftir að myndband var birt af flokksformanninum Heinz-Christian Strache að versla með byggingarverkefni í þágu ríkisins í skiptum fyrir fjárstyrki og jákvæða fjölmiðlaumfjöllun.[3] Hofer tók við af Strache sem formaður Frelsisflokksins eftir afsögn hans í kjölfar hneykslismálsins og gegndi formannsembættinu til ársins 2021.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Organisation Chart“ (PDF). Austrian Ministry for Transport, Innovation and Technology. Sótt 16. ágúst 2018.[óvirkur tengill]
  2. Oltermann, Philip (18. desember 2017). „Muted Protests in Vienna as Far-Right Ministers Enter Austria's Government“. The Guardian. Sótt 16. ágúst 2018.
  3. Vésteinn Örn Pétursson (20. maí 2019). „Allir ráð­herr­ar aust­ur­rísk­a Frels­is­flokks­ins segj­a af sér“. Vísir. Sótt 20. maí 2019.