Norbert Hofer

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Norbert Hofer, 2016

Norbert Hofer (f. 2. mars 1971) er austurrískur stjórnmálamaður og núverandi formaður austurríska Frelsisflokksins. Hann var frambjóðandi flokksins til forseta í kosningum árið 2016. Í fyrri umferð forsetakosninganna hlutu þeir Alexander Van der Bellen, fyrrum talsmaður græningjaflokksins, flest atkvæði. Hofer tapaði kjöri gegn Van der Bellen í seinni umferð kosninganna og aftur þegar kosningarnar voru haldnar í annað sinn vegna formgalla í meðferð atkvæðatalningarinnar.

Hann er tvíkvæntur og á fjögur börn. Í ágúst 2003 brotlenti hann svifdreka og við það hnjaskaðist mænan en eftir nokkra mánuði í hjólastól og endurhæfingu hélt hann áfram að ganga en gengur þessvegna fremur sljólega og með staf. Ennfremur sat hann við forsetakappræðurnar ólíkt öðrum frambjóðendum.

Hofer var samgöngu-, nýsköpunar- og tæknimálaráðherra í samsteypustjórn Sebastians Kurz frá 2017 til 2019.[1][2] Hann sagði af sér ásamt öllum öðrum ráðherrum Frelsisflokksins þann 20. maí árið 2019 eftir að myndband var birt af flokksformanninum Heinz-Christian Strache að versla með byggingarverkefni í þágu ríkisins í skiptum fyrir fjárstyrki og jákvæða fjölmiðlaumfjöllun.[3] Hofer tók við af Strache sem formaður Frelsisflokksins eftir afsögn hans í kjölfar hneykslismálsins.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Organisation Chart“ (PDF). Austrian Ministry for Transport, Innovation and Technology. Sótt 16. ágúst 2018.[óvirkur hlekkur]
  2. Oltermann, Philip (18. desember 2017). „Muted Protests in Vienna as Far-Right Ministers Enter Austria's Government“. The Guardian. Sótt 16. ágúst 2018.
  3. Vésteinn Örn Pétursson (20. maí 2019). „Allir ráð­herr­ar aust­ur­rísk­a Frels­is­flokks­ins segj­a af sér“. Vísir. Sótt 20. maí 2019.