Norðurströndin
Útlit
Norðurströndin er strandlengja Reykjavíkur milli Hallsteinsgarðs í Gufunesi og Blikastaðakróar. Svæðið milli odda Geldinganess og Blikastaðakróar er stærsta óspillta strandsvæðið á norðurströnd Reykjavíkur. Samspil fjöru, fjörukambs, kletta, mólendis og votlendis gera svæðið all fjölbreytt hvað gróðurfar varðar. Fuglalíf og lífríkar fjörur einkenna svæðið.
Skipulagssvæðið er rúmir 40 hektarar, frekar aflangt svæði meðfram ströndinni og afmarkast af Strandvegi til suðurs, golfbrautum norðan Staðarhverfis að suð- og suðaustan, sjónum og fjörunni að norðan (sem og sveitarfélagsmörkum við Mosfellsbæ) og svæðinu við umhverfislistaverkin í Gufunesi til vesturs.