Norður
Útlit
(Endurbeint frá Norðri)
Norður er ein af höfuðáttunum fjórum. Norður er andspænis suðri og er á áttavita táknuð með 0°, á venjulegu korti er norður upp. Stefnuásinn norður-suður er hornréttur á stefnuásinn austur-vestur. Norður er höfuðátt höfuðáttanna ef svo mætti segja, því að allar hinar áttirnar eru mældar út frá norðri.
Þegar notað er norður í íslensku talmáli þá er oft verið að tala um Akureyri.
Orðið er talið skylt og leitt af niður, og þá átt við niðurgöngu sólar.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Norður.