Nirvana (búddismi)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dharma-hjólið, tákn búddismans

Nirvana er mikilvægur þættur í heimssýn í trúarbrögðunum búddisma og jaínisma. Það er einnig notað í hindúisma þó hugtakið moksa yfir sama fyrirbæri sé mun algengara. Hugtakið nirvana er ekki notað á nákvæmlega sama hátt í þessum trúarbrögðum en þýðir að losna úr samsara, keðju endurfæðinga og þjáninga. Á sanskrít er orðið nirvāņa ( निर्वाण), og á palí nibbāna ( निब्बान).

Orðið nirvana/nibbana er samsett úr ni[r]- (ni, nis, nih) sem þýðir „út, burtu, fjarverandi“, og rótinni vâ[na] (á palí vâti) sem má þýða sem „blása“.[1] Þýðingin verður því blása burtu, slökkva, langanir, hatur, öfundsýki og blekkingar. Búddisminn skilgreinir lífið sem þjáningu og frá henni verður ekki komist vegna þess að allar lífverur eru fastar í hinni eilífu hringrás endurfæðingar. Orsök þjáningarinnar er löngun eða binding og það sem nefnt er „hugareitrið“ (hatur, græðgi, blekking og öfundsýki). Að uppná nirvana ber því með sér að losna úr fjötrum endurfæðingarinnar. Leiðin þangað er að fylgja hinni áttföldu leið sem Búdda kenndi.

Nirvana er ekki samsvarandi kristnum eða múslímskum hugmyndum um „himnaríkið“, það er persónulegt eilíft líf eftir hinn holdlega dauða. Nirvana er hins vegar jafnvægi og innsæi þess sem hefur séð í gegnum blekkingar bindinga og „hugareitursins“, það er því hugsanlegt að uppná nirvana í lifandi lífi. Búdda talaði um þetta sem „það óskapaða“, „hið óbundna“, „hið ódauðlega“.

Neðanmálsgreinar[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Buddhist Philosophy: Nirvana“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. apríl 2009. Sótt 7. maí 2009.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Coogan, Michael D. (ritstj.), The Illustrated Guide to World Religions (Oxford: Oxford University Press, 2003). ISBN 1-84483-125-6.
  • Schumann, Hans W., Handbuch Buddhismus: Die zentralen Lehren – Ursprung und Gegenwart (München: Diederichs, 2000). ISBN 3-7205-2153-2.
  • Stee Hagen, Buddhism Plain and Simple (Broadway, 1998). ISBN 100767903323

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]