Fara í innihald

Nipah-veira

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Nipah-vírus)

Nipah-veira (NiV), er RNA-veira sem flokkast í ætt Henípavírusa og í yfirættina Paramyxoviridae.[1] Hún getur borist frá dýrum til manna með menguðum matvælum eða frá manni til manns.[2] Sumir verða einkennalausir við sýkingu en í öðrum tilfellum getur orsakast lífshættuleg lungnasýking og bannvæn heilabólga.[3] Dán­ar­tíðni smit­aðra er 40-75%.[3] Veiran hefur ekki greinst á Norðurlöndum.[4] Einungis hafa komið upp tilfelli í Asíu, Ástralíu og Afríku.[1]

Veiran tekur heiti af smábænum Nipah í Malasíu þar sem hún var fyrst einangruð.[5]

Fyrstu tilfellin greindust árið 1998 á svínabúi í vestanverðri Malasíu sem olli 265 tilföllum í mönnum og 108 dauðsföllum. Veiran var einangruð árið eftir.[6]

Síðari tilfelli komu upp í Bangladess og Indlandi og eru talin hafa orsakast af menguðum ávöxtum, svo sem döðlupálmasafa þar sem úrgangsvökvi leðurblakna komst í matvælin.[7][8]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 CDC (18. apríl 2024). „Nipah virus: Facts for Clinicians“. Nipah Virus (bandarísk enska). Sótt 27. júlí 2024.
  2. „Skæð veira skýtur upp kollinum á Indlandi“. Kjarninn. 29. maí 2018. Sótt 27. júlí 2024.
  3. 3,0 3,1 „Tveir látnir eftir Nipah-veirusmit“. www.mbl.is. Sótt 27. júlí 2024.
  4. „Þetta er veiran sem yfirvöld óttast meira en COVID-19 – Allt að 77% dánartíðni“. DV. 16. apríl 2020. Sótt 27. júlí 2024.
  5. Siva SR; Chong HT; Tan CT (2009). „Ten year clinical and serological outcomes of Nipah virus infection“ (PDF) (enska). Neurology Asia.
  6. Lai-Meng Looi; Kaw-Bing Chua (2007). „Lessons from the Nipah virus outbreak in Malaysia“ (PDF) (enska). The Malaysian Journal of Pathology.
  7. Gísladóttir, Hólmfríður (22. júlí 2024). „Við­vörun gefin út í Kerala á Ind­landi vegna Nipah-veirunnar - Vísir“. visir.is. Sótt 27. júlí 2024.
  8. „Nipah virus infection - Bangladesh“. www.who.int (enska). Sótt 27. júlí 2024.