Fara í innihald

Nikulás Kópernikus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Nikulas Kopernikus)
Nikulás Kópernikus.

Nikulás Kópernikus (19. febrúar, 147324. maí, 1543) var stjörnufræðingur sem fyrstur lagði fram nútíma útgáfu tilgátunar um að jörðin snerist í kringum sólina, og var sú kenning nefnd sólmiðjukenningin og birti Kópernikus hana í bók sinni Um snúninga himintunglanna. Hann fæddist í borginni Toruń í Prússlandi sem þá var undir konungsveldi Póllands.

Kópernikus var mikill fræðimaður, en hann nam ásamt stjörnufræði meðal annars stærðfræði, læknisfræði og hagfræði. Sólmiðjukenning hans markaði tímamót í framfarasögunni og voru störf hans útfærð af Galíleó Galílei og Jóhannes Kepler, síðar var sólmiðjukenningin svo sönnuð af Isaac Newton.

Tungumál og þjóðerni

[breyta | breyta frumkóða]

Talið er að Kópernikus hafi talað latínu, þýsku og pólsku; hann talaði líka grísku og ítölsku og smá hebresku. Mikill meirihluti þeirra rita sem Kópernikus skrifaði eru á latínu, sem var tungumál hámenningar í Evrópu.

Þýska er oft talin vera móðurmál Kópernikus, rökin fyrir því er að hann fæddist í ríka yfirstétt, sem var aðallega þýskumælandi, og notaði þýsku aðallega, en latínu aukalega, sem tungumál viðskipta og ritunar, og það á meðan hann stundaði nám í kanónískum lögum við háskólann í Bologna árið 1496 skráði hann sig í þýska ,natio' (Natio Germanorum) - stúdentasamtök sem samkvæmt reglum sínum frá 1497 voru opin nemendum í öllum konungsríkjum og smáríkjum sem höfðu þýsku að móðurmáli. Hins vegar, samkvæmt franska heimspekingnum Alexandre Koyré, þýðir skráning Kópernikusar hjá Natio Germanorum ekki í sjálfu sér að Kópernikus hafi talið sig þýskan, þar sem nemendur frá Prússlandi og Slesíu voru jafnan flokkaðir þannig, sem báru ákveðin forréttindi sem gerðu það að eðlilegu vali fyrir þýska- talandi nemendur, óháð þjóðerni.

Eftirnafnið hans er frá þorpinu Köppernig í nútíma Póllandi, og kallast nú Koperniki. Árið 1284 var þorpið skráð sem þýsk byggð og tilheyrði Hertogadæminu Neisse í Slesíu. Faðir hans var kominn frá Krakáarætt af Köpernikusarfjölskyldunni, frá þýska þorpinu Köppernig. Móðir hans tilheyrði Watzenrode fjölskyldunni, sem kom einnig frá þýskri byggð í Slesíu sem kallast í nútímanum Pszenno en á þýsku kallast Weizenrodau, og var myndað árið 1243 undir þýskum lögum.

  • „Hvað getið þið sagt mér um ævi Nikulásar Kópernikusar?“. Vísindavefurinn.