New Cutie Honey

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Anime
Titill á frummáli 新・キューティーハニー
(Shin Kyūtī Hanī)
Enskur titill New Cutie Honey
Gerð OVA
Efnistök hasar
Fjöldi þátta 8
Útgáfuár 1994
Lykilmenn Go Nagai, höfundur
Yasuchika Nagaoka, leikstjóri
Myndver Toei Animation

New Cutie Honey er framhald Cutie Honey og kom út 21. apríl 1994 til 21. nóvember 1995 á myndbandi í Japan. Serían var þýdd yfir á ensku af A.D. Vision og er fyrsta teiknaða útgáfan af Cutie Honey sem kemur út á ensku og sú eina hingað til.

Sagan gerist í borginni Cosplay City mörgum árum eftir upprunalegu þættina og ekki hefur sést til Cutie Honey síðan Panther Claw voru sigruð í fyrstu seríunni. Eftir að undarlegur fíkniefnahringur hefur verið uppgötvaður fara glæpir í vöxt og borgarstjóri Cosplay, Mayor Light, er staðráðinn í því að uppræta glæpina í borginni. Unglingsstrákurinn Chokkei Hayami stendur með Light og ritara hans, Honey Kisaragi, sem er í raun Cutie Honey, en minnis- og kraftlaus. Eftir að Honey var í miðju árásar á borginna man hún eftir fyrra lífi sínu sem Cutie Honey og fær aftur krafta sína.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]