Nel Noddings

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Nel Noddings.jpg

Nel Noddings (fædd 1929) er bandarískur femínisti, heimspekingur og menntunarfræðingur. Hún starfaði sem stærðfræðikennari í grunn- og framhaldsskólum 1949-1972. Hún lauk doktorsprófi árið 1975 og er prófessor við Stanford-háskóla í menntaheimspeki. Hún er þekktust fyrir hugmyndir og rannsóknir varðandi umhyggju sem ganga út á að umhyggja sé grundvallarforsenda mannlífsins og allir óski að um þá sé hugsað af alúð og nærgætni. Noddings greinir umhyggjusiðferði og fjallar um hlutverki þess í skólum samtímans í mörgum verkum sínum. Hún fjallar um umhyggju út frá sammannlegri reynslu af því að þiggja og veita umhyggju og greinir milli þess að bera umhyggju fyrir einhverju og veita umhyggju. Noddings telur umhyggju í skóla forsendu þess að menntun eigi sér stað.

Hugtakið umhyggjusiðferði er upphaflega frá Carol Gilligan en Noddings þróar það hugtak áfram og tengir við kennslu. Noddings greinir á milli náttúrulegrar umhyggju sem fólk sýnir sínum nánustu og siðferðilegrar umhyggju sem kennarar og annað fagfólk sýnir í starfi og lýsir henni sem ákveðinni stöðu, stöðu kennara sem er fólgin í tengslum við nemendur en ekki kennslu. Hún telur að tengja eigi menntun og siðvit saman og vinna með námsgreinar með hliðsjón af því.

Helstu rit[breyta | breyta frumkóða]

 • Awakening the Inner Eye: Intuition in Education (co-author with Paul J. Shore). New York: Teachers College Columbia University, 1984.
 • Caring: A Feminine Approach to Ethics and Moral Education. Berkeley: University of California Press, 1984. Publisher's promotion Geymt 2007-10-24 í Wayback Machine
 • Women and Evil. Berkeley: University of California Press, 1989. Publisher's promotion Geymt 2007-10-24 í Wayback Machine
 • Constructivist Views on the Teaching and Learning of Mathematics (co-author with Robert B. Davis and Carolyn Alexander Maher). Journal for Research in Mathematics Education, Monograph no. 4, Reston, Va.: National Council of Teachers of Mathematics, 1990.
 • Stories Lives Tell: Narrative and Dialogue in Education (co-author with Carol Witherell). New York: Teachers College Press, 1991.
 • The Challenge to Care in Schools: An Alternative Approach to Education. Advances in Contemporary Educational Thought series, vol. 8. New York: Teachers College Press, 1992.
 • Educating for Intelligent Belief or Unbelief. The John Dewey Lecture. New York: Teachers College Press, 1993.
 • Philosophy of Education. Dimensions of Philosophy series. Boulder, Colorado: Westview Press, 1995.
 • Caregiving: Readings in Knowledge, Practice, Ethics, and Politics (co-edited with Suzanne Gordon, Patricia E. Benner). Studies in Health, Illness, and Caregiving in America. Philadelphia: University of Pennsylvania Press, 1996.
 • Awakening the Inner Eye: Intuition in Education (co-author with Paul J. Shore). Troy, NY: Educator's International Press, 1998.
 • Justice and Caring: The Search for Common Ground in Education (co-author with Michael S. Katz and Kenneth A. Strike). Professional Ethics in Education series. New York: Teachers College Press, 1999. Publisher's promotion Geymt 2006-10-13 í Wayback Machine
 • Uncertain Lives: Children of Promise, Teachers of Hope (co-author with Robert V. Bullough). New York: Teachers College Press, 2001.
 • Educating Moral People. New York: Teachers College Press, 2002.
 • Starting at Home: Caring and Social Policy. Berkeley: University of California Press, 2002. Publisher's promotion Review
 • Happiness and Education. Cambridge: Cambridge University Press, 2003. Publisher's promotion
 • Critical Issues in Education: Dialogues and Dialectics (Co-author with Jack L. Nelson, Stuart B. Palonsky, and Mary Rose McCarthy). 2003
 • No Education Without Relation (Co-author with Charles Bingham, and Alexander M. Sidorkin). Counterpoints: Studies in the Postmodern Theory of Education, 259. Peter Lang Publishing, 2004. Publisher's promotion Geymt 2013-01-31 í Archive.today
 • Educating Citizens for Global Awareness (editor). New York: Teachers College Press, 2005. Boston Research Center for the 21st Century Geymt 2007-08-07 í Wayback Machine Publisher's promotion Geymt 2006-10-12 í Wayback Machine
 • Critical Lessons: What Our Schools Should Teach. Cambridge: Cambridge University Press, 2006. Publisher's promotion
 • Moral Matters: Five Ways to Develop the Moral Life of Schools (co-author with Barbara Senkowski Stengel, and R. Tom Alan). New York: Teachers College Press, 2006.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 • Smith, M.K. „Nel Noddings, the ethics of care and education“, The Encyclopaedia of Informal Education, 2004. Infed.org
 • Þórdís Þórðardóttir. „Hver er Nel Noddings og hvert er hennar framlag til menntunarfræða?“. Vísindavefurinn 26.2.2011. http://visindavefur.is/?id=58524. (Skoðað 12.1.2012).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Vísindavefurinn:Hver er Nel Noddings og hvert er hennar framlag til menntunarfræða?