Naxos
Útlit
Naxos er eyja í Eyjahafi sem tilheyrir Grikklandi. Hún er stærst Hringeyja og var miðstöð hinnar fornu Hringeyjamenningar. Eyjan var mikilvæg uppspretta smergils, steintegundar sem inniheldur náttúrulegt kórund sem var eitt mikilvægasta slípiefnið fram á 20. öld.
Höfuðstaður Naxos er Naxosborg, bær með yfir 6000 íbúa. Íbúar eyjarinnar eru um 19.000.