Fara í innihald

Narfeyri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Narfeyri

Narfeyri er kirkjustaður á Skógarströnd, utarlega við austanverðan Álftafjörð. Í kaþólskum sið var þar kirkja helguð heilögum Nikulási, en frá 1563 hefur þar verið útkirkja, nú síðast frá Stykkishólmi síðan árið 1970, þá er Skógarströnd varð hluti af Stykkishólmsprestakalli. Núverandi kirkja er lítil timburkirkja, byggð árið 1889. Aldamótaárið 1900 skekktist hún á grunni í ofsaveðri er þá gekk yfir og var endurbyggð það sama ár. Forveri þessarar litlu timburkirkju fauk hins vegar alveg af grunni í ofsaveðri 1867 og var einnig endurbyggð það sama ár.

  • Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal (1982). Landið þitt Ísland, L-R. Örn og Örlygur.
  • Björn Hróarsson (1994). Á ferð um landið, Snæfellsnes. Mál og menning. ISBN 9979-3-0853-2.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.