Nafnháttarmerki
Útlit
(Endurbeint frá Nafnháttarmerkið)
Nafnháttarmerkið (skammstafað sem nhm.) er einfaldasti orðflokkurinn,[1] en eina orðið í honum er óbeygjanlega smáorðið „að“[2][3] á undan sögn í nafnhætti (til dæmis „að tala“, „að lesa“) en þaðan kemur einmitt nafn orðflokksins. Nafnháttarmerki eru hvorki notuð á eftir núþálegu sögnunum „munu“, „skulu“, „mega“ og „vilja“[4] (til dæmis ég skal koma) né í samhliða upptalningu í síðari lið eða liðum[4] (hann kann hvorki að lesa né skrifa, hún var góð að reikna og skrifa). Sagnir eru oft í nafnhætti þó að nafnháttarmerkið sé ekki til staðar.[3]
Orðið „að“ er ekki alltaf nafnháttarmerki-[5][6] en það getur til dæmis verið atviksorð, forsetning og samtenging. Sjá greinina um orðið „að“.
Dæmi
[breyta | breyta frumkóða]- Mig langar að koma.
- Ég kann ekki að tala latínu.
- Hann hefði langað að fara, ef það væri ekki þegar búið að loka búðinni.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Björn Guðfinnson (án árs). Íslensk málfræði. Námsgagnastofnun.
Neðanmálsgreinar
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ http://nemendur.khi.is/jonsjoha/nhm.htm Geymt 15 febrúar 2005 í Wayback Machine „Nafnháttarmerki er einfaldasti orðflokkurinn.“
- ↑ [www.nams.is/midbjorg/malvisi/gott_malvisi.ppt 1 Gott að vita ...um málvísi og málnotkun, Nafnháttarmerki og upphrópun] eftir Svanhildi Kr. Sverrisdóttur
- ↑ 3,0 3,1 Óbeygð orð á Ismal[óvirkur tengill] Nafnháttarmerki
- ↑ 4,0 4,1 orðið „að“ á www.snöru.is
- ↑ Smáorð- Nafnháttarmerki (neðst) á vef www.heidarskola.is
- ↑ Smáorð[óvirkur tengill]- Nafnháttarmerki (neðst) á vef www.foldaskola.is
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikibækur eru með efni sem tengist Nafnháttarmerki.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Nafnháttarmerki.
- Óbeygð orð.
- Nafnháttarmerki. Geymt 15 febrúar 2005 í Wayback Machine
- Smáorð.