NCIS: Los Angeles (2. þáttaröð)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Önnur þáttaröðin af NCIS: Los Angeles var frumsýnd 21.september 2010 og sýndir voru 24 þættir.

Tveir nýjir leikarar bætast í hópinn: Eric Christian Olsen sem NCIS/LAPD tengliliðurinn Marty Deeks og Renée Felice Smith sem tölvusérfræðingurinn Nell Jones.

Aðalleikarar[breyta | breyta frumkóða]

Aukaleikarar[breyta | breyta frumkóða]


Þættir[breyta | breyta frumkóða]

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Human Traffic Shane Brennan James Whitmore, Jr. 21.09.2010 1 - 25
Meðlimur NCIS liðsins hverfur í miðri leynilegri rannsókn eftir að viðfangsefni rannsóknarinnar deyr í bílasprengju.
Black Widow Dave Kalstein Kate Woods 21.09.2010 2 - 26
Starfsmaður NCIS er drepinn af hópi leigumorðingja á Kýpur og hefur sami hópur komið til Los Angeles til þess að klára verkefni sitt.
Borderline R. Scott Gemmill Terrence O´Hara 28.09.2010 3 - 27
Bílalest landgönguliðs flotans verður fyrir árás á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
Special Delivery Gil Grant Tony Wharmby 05.10.2010 4 - 28
Sjóliði finnst látinn án handar í bílahúsi við Rodeo Drive verslunarmiðstöðina.
'Little Angels Frank Military Steven DePaul 12.10.2010 5 - 29
Unglingsdóttir Sjóliðsforingja er rænt af raðmorðingja en rannsóknin verður flóknari þegar NCIS liðið kemst að því að raðmorðingjinn er í fangelsi.
Standoff Joseph C. Wilson Dennis Smith 19.10.2010 6 – 30
Ráðningarskrifstofa fyrir sjóherinn er tekin sem gísl af fyrrverandi eiginkonu og félaga Callens.
Anonymous Christina M. Kim Norberto Barba 26.10.2010 7 - 31
Starfsmaður utanríkisráðuneytisins og lýtalæknir eru drepnir. Frekari rannsókn leiðir NCIS liðið að hryðjuverkahópi.
Bounty Dave Kalstein Felix Alcala 09.11.2010 8 - 32
NCIS liðið rannsakar dauða fyrrverandi sérsveitarmanns sem var sérhæfður í að finna mikilvæga hryðjuverkamenn í Afghanistan.
Absolution R. Scott Gemmill Steven DePaul 16.11.2010 9 - 33
Vopnasali er drepinn og reynir NCIS liðið að finna út hver drap hann, á sama tíma reynir Hetty að finna minnisbók hans sem hefur að geyma mikilvæg leyndarmál.
Deliverance Frank Military og Shane Brennan Tony Wharmby 23.11.2010 10 - 34
Hetty og NCIS liðið halda áfram leit sinni að minnisbókinni, sem er eftirsótt af bæði innlendum og erlendum leyniþjónustum.
Disorder Dave Kalstein og Gill Grant Jonathan Frakes 14.12.2010 11 - 35
Tveir menn finnast látnir á heimili sjóliðsforingja sem er haldinn áfallaröskun og finnst einnig illa haldinn. Þarf NCIS liðið að komast að því hvað gerðist nákvæmlega.
Overwatch Lindsay Sturman Karen Gaviola 11.01.2011 12 - 36
Dánardómstjóri Los Angeles hefur samband við NCIS þegar lík af sjóliða er stolið úr líkhúsinu.
Archangel R. Scott Gemmill og Shane Brennan Tony Wharmby 18.01.2011 13 – 37
NCIS liðið reynir að finna uppljóstrara sem hefur verið að leka hernaðarlegum upplýsingum.
Lockup Christina M. Kim og Frank Military Jan Eliasberg 01.02.2011 14 - 38
Sam fer í dulargervi sem fangi til þess að gerast meðlimur hryðjuverkahóps.
Tin Soldiers R. Scott Gemmill Terrence O´Hara 08.02.2011 15 - 39
Brotist er inn í hús Callens sem leiðir NCIS liðið að svarta markaði örtölvukubba.
Empty Quiver Dave Kalstein James Whitmore 15.02.2011 16 – 40
Kjarnorkusprengju er stolið og þarf NCIS liðið að keppast við tímann í leit sinni að henni.
Personal Joseph C. Wilson Kate Woods 22.02.2011 17 - 41
Marty Deeks er skotinn í miðju búðarráni.
Harm´s Way Shane Brennan Tony Wharmby 01.03.2011 18 - 42
Sam tekur upp dulargervi sitt síðan úr þættinum Lockup og flýgur til Jemen þar sem hryðjuverkahópurinn heldur sig til.
Enemy Within Lindsay Sturman Steven DePaul 22.03.2011 19 - 43
NCIS liðið keppist við tímann til þess að koma í veg fyrir launmorð á Venesúelskum stjórnmálamanni.
The Job Frank Military og Christina M. Kim Terrence O´Hara 29.03.2011 20 - 44
Vöruhús á flotaherstöð er rænd og verður Kensi að fara í dulargervi sem þjófur til þess að finna þjófinn.
Rocket Man Roger Director Dennis Smith 12.04.2011 21 - 45
Eldflaugasérfræðingur er myrtur og þarf NCIS tæknisérfræðingurinn Eric Beale að fara í dulargervi í fyrsta sinn, í leit sinni að morðingjanum.
Plan B Dave Kalstein og Joseph C. Wilson James Whitmore, Jr. 03.05.2011 22 - 46
Marty þarf að taka upp gamalt dulargervi til þess að vernda vin sinn.
Imposters R. Scott Gemmill John P. Kousakis 10.05.2011 23 - 47
NCIS liðið rannsakar dauða manns sem hafði verið barinn illa og kveikt í. Rannsóknin leiðir liðið að gömlu máli sem tengist geislavirku efni.
Familia Shane Brennan James Whitmore, Jr. 17.05.2011 24 - 48
Eftir að hafa heyrt um uppsögn Hettys þá reynir NCIS liðið að öllum mætti að reyna finna hana. Á samatíma þá mætir nýr yfirmaður deildarinnar að nafni Lauren Hunter.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]