N1

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
N1 hf.
Rekstrarform hlutafélag
Slagorð Meira í leiðinni
Stofnað 13. apríl árið 2007
Staðsetning Höfuðstöðvar Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi, Íslandi
Lykilpersónur Eggert Þór Kristófersson, forstjóri
Guðjón Reynisson, stjórnarformaður
Starfsemi Þjónustufyrirtæki, rekur þjónustustöðvar, verslanir, smurstöðvar, hjólbarðaverkstæði og fleira um land allt
Vefsíða Heimasíða N1

N1 hf. er þjónustufyrirtæki sem varð til við samruna Olíufélagsins hf., Bílanausts, Ísdekkja, Gúmmívinnustofunnar og fleiri fyrirtækja 13. apríl árið 2007. Samkeppniseftirlitið metur markaðshlutdeild N1s á bilinu 35-40% og er það því stærsta olíufélagið á Íslandi.[1]

Ker hf., sem áður rak bensínstöðvar N1s undir vörumerkinu Essó, var dæmt til að greiða 605 milljónir í sekt vegna ólöglegs verðsamráðs við önnur olíufélög en sektin var lækkuð í 495 milljónir eftir áfrýjun.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Öflug uppbygging - Opnun markaða og efling atvinnustarfsemi, 27. nóvember 2008 Skýrsla nr. 2/2008 Samkeppniseftirlitið, bls 92

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.