Nýmiðill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Nýmiðill er hugtak sem varð til samfara almennri tölvueign á Vesturlöndum seint á 20. öld og lýsir notkun tölvunnar sem samskiptamiðils. Einkenni á nýmiðlum eru ótímabundinn aðgangur, margmiðlun, gagnvirkni og virk þátttaka notenda í sköpun efnisins. Oft er rætt um nýmiðla til að lýsa þeim breytingum sem urðu á samskiptatækni með tilkomu Internetsins með vísun í þróun nýs hnattvædds almannarýmis, sýndarveruleika og netmenningu.

Dæmi um nýmiðla[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.