Nýjungamaður (markaðsfræði)
Útlit
Nýjungamaður (nýjungagjarn neytandi eða snemmbúinn neytendi) (enska: early adopter) er hugtak í markaðsfræði sem haft er um viðskiptavin sem er fyrstur til að kaupa vöru eða tileinka sér tækni eða hugbúnað. Í heimi tískunnar og í pólitík væri notað hugtakið forvígismaður (liðsoddur) eða tískuviti (enska: trendsetter). Enska hugtakið early adopter á uppruna sinn í verki Everett M. Rogers ‚Diffusion of Innovations‘ (1962).