Fara í innihald

Næringarger

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Næringargerflögur.

Næringarger er dautt ger sem er notað sem krydd eða bætiefni í matargerð. Næringarger er sérstaklega notað í grænkerafæði þar sem það inniheldur allar þær amínósýrur sem líkaminn framleiðir ekki sjálfur.[1] Bragðið af því minnir á hnetur eða ost. Næringarger er framleitt með því að rækta sérstök afbrigði af ölgera (Saccaromyces cerevisiae) í næringarlausn þar sem uppistaðan er súkrósi, gjarnan fenginn úr mólassa eða sykurreyr. Gerið er síðan soðið, síað úr lausninni, þvegið og þurrkað. Næringarger er stundum vítamínbætt með járni og B12-vítamíni, en ölgeri framleiðir ekki B12-vítamín þótt sumar bakteríur geri það.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Prater, Danny (27. janúar 2016). „What Is Nutritional Yeast? How Will It Change You?“. People for the Ethical Treatment of Animals. Sótt 27. júlí 2019.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.