Fara í innihald

Gleym-mér-ei

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Myosotis arvensis)
Gleym-mér-ei

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ætt: Munablómsætt (Boraginaceae)
Ættkvísl: Munablóm (Myosotis)
Tegund:
Gleym-mér-ei (M. arvensis)

Tvínefni
Myosotis arvensis
(L.) Hill

Gleym-mér-ei,[1] kærminni eða kattarauga (fræðiheiti: Myosotis arvensis[2]) er jurtkennd, einær jurt af munablómaætt sem ber lítil, heiðblá blóm.[3]

Blómin eru 4 til 5 mm í þvermál, heiðblá með gul- eða hvítleitar skellur við blómginið. Bikarinn er fimmdeildur með hvít krókhár. Í hverju blómi eru 5 fræflar sem eru lokaðir inni í krónupípunni. Blöðin eru stakstæð og lensulaga, um 5 til 7 mm á breidd. Stöngull, blöð og blóm eru alsett hvítum hárum. Plantan getur náð 10 til 30 sentímetra hæð og vex í högum og móum, sérstaklega í nálægð við þéttbýli eða byggð ból.

Hárin á plöntunni valda því að hún loðir vel við föt eins og til dæmis prjónaðar peysur og flís. Þetta er vinsælt hjá börnum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Akureyrarbær. „Garðaflóra“. Lystigarður Akureyrar. Sótt 31. mars 2024.
  2. „Myosotis arvensis (L.) Hill | COL“. www.catalogueoflife.org. Sótt 1. apríl 2024.
  3. „Untitled 1“. www.floraislands.is. Sótt 31. mars 2024.
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.