Fara í innihald

Munro

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Buachaille Etive Mòr (1021 m.)

Munro telst það staka fjall í Skotlandi sem er yfir 3000 fetum eða 914,4 metrum og er á opinberum lista Skoska fjallgöngufélagsins (Scottish Mountaineering Club). Heitið er vísun í Sir Hugh Munro (1856–1919) meðlim félagsins sem stakk upp á slíkri flokkun árið 1891. Munros eru 282 talsins og hafa 7.084 klifið þau öll (2021). Ben Nevis er þekktasta fjallið og er hæsta fjall Bretlandseyja.

Helstu Munro

[breyta | breyta frumkóða]