Ben Nevis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Ben Nevis úr fjarska.
Norðurhlið fjallsins.
Charles Inglis Clark-minningarskálinn undir fjallinu. Þaðan fara flestir klettaklifrarar

Ben Nevis (gelíska: Beinn Nibheis) er hæsta fjall Bretlandseyja. Það er 1345 metra hátt og er staðsett á vesturenda Grampian-fjalla nálægt bænum Fort William í Skotlandi. Toppur Ben Nevis eru leifar af eldfjalli sem féll saman. Yfir 700 metra hátt klettabelti á norðurhlið fjallsins er meðal þeirra hæstu í Skotlandi og er vinsæll staður til kletta- og ísklifurs. Fjallið var klifið fyrst svo vitað sé árið 1771 af grasafræðingnum James Robertson frá Edinborg. Kapphlaup upp fjallið hefur verið hvert ár síðan 1937.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Fyrirmynd greinarinnar var „Ben Nevis“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. feb. 2017.