Mrkonjić Grad-atvikið
Útlit
Mrkonjić Grad-atvikið var atvik í Bosníustríðinu þegar her Bosníuserba skaut bandaríska F-16 orrustuþotu með SA-6 flugskeyti nálægt Mrkonjić Grad í Bosníu 2. júní 1995. Flugmaðurinn, Scott O'Grady, náði ómeiddur til jarðar með fallhlíf og lifði eftir það í felum í skógi í sex daga þar til honum var bjargað af bandarískum landgönguliðum. Kvikmyndin Handan víglínunnar frá 2001 byggir lauslega á sögu hans.