Fara í innihald

Morse lögreglufulltrúi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki þáttanna.

Morse lögreglufulltrúi (enska: Inspector Morse) eru breskir sakamálaþættir byggðir á sögum Colin Dexter sem voru sýndir á bresku sjónvarpsstöðinni ITV frá 1987 til 2000. Aðalpersónur þáttanna eru rannsóknarlögreglumaðurinn Morse (leikinn af John Thaw) og aðstoðarmaður hans Lewis (Kevin Whately). Sögusvið þáttanna er borgin Oxford og nágrenni hennar og mörg sakamálin tengjast Oxford-háskóla. Colin Dexter birtist sem aukaleikari í næstum öllum þáttunum. Þættirnir voru 2 tíma langir og eru 33 talsins. Þeir skiptast í 8 þáttaraðir með 3-5 þætti hver.

Árið 2018 voru þættirnir valdir bestu bresku sakamálaþættir allra tíma af lesendum Radio Times. Árið 2000 voru þeir settir í 42. sæti lista yfir 100 bestu bresku sjónvarpsþættina sem British Film Institute tók saman.

Tvær tengdar sjónvarpsþáttaraðir hafa verið gerðar eftir 2000: framhaldsþættirnir Lewis (2006-2015) og forsöguþættirnir Endeavour (2012-2023).

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.