Fara í innihald

Endeavour (sjónvarpsþættir)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tökulið og leikarar Endeavour við tökur í Oxford árið 2016.

Endeavour eru breskir sakamálaþættir sem hafa verið sýndir á bresku sjónvarpsstöðinni ITV. Níu þáttaraðir með 3-6 þætti hver voru framleiddar frá 2012 til 2023. Þættirnir eru forsaga hinnar vinsælu glæpaþáttaraðar Inspector Morse sem var sýnd frá 1987 til 2000, og framhaldsþáttanna Lewis (2006-2015). Líkt og þessir þættir gerast sögurnar í Oxford og nágrenni, þar sem hinn ungi rannsóknarlögreglumaður Endeavour Morse (leikinn af Shaun Evans) fæst við morðmál, ásamt yfirmanni sínum og læriföður Fred Thursday (Roger Allam). Mörg atriði í þáttunum vísa í hluti sem einkenna Morse í upphaflegu þáttaröðinni. Sögutími þáttanna er frá 1965 til 1972.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.