Mormónsbók
Útlit
Mormónsbók er trúarrit meðal mormóna. Bókin var gefin út 1830 af Joseph Smith, stofnanda mormónatrúar.
Tilkoma bókarinnar
[breyta | breyta frumkóða]Í mormónstrú er því trúað að eftir að engill hafi birst Smith og sagt honum frá því hvar gulltöflur nokkrar væru faldar í jörðu hafi Smith náð í töflurnar og lesið þær með hjálp sérstakra gleraugna og þýtt texta þeirra yfir á ensku. Eftir að Smith hafi lokið þýðingunni birtist honum engillinn á ný og engillinn tók gulltöflurnar með sér. Textann gaf Smith út í Mormónsbók.