Monadnock Building

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
The Monadnock Building

The Monadnock Building (Monadnock Block) er bandarískur skýjakljúfur á 53 West Jackson Boulevard í Chicago í Illinois. Norðurhluti hússins var hannaður af Burnham & Root og byggður 1891 en suðurhlutinn, hannaður af Holabird & Roche, var reistur tveimur árum síðar. Þegar skýjakljúfurinn var fullgerður var hann stærsta skrifstofubygging heims. Hann var fyrsta mannvirki í Chicago sem rafmagn var lagt í við byggingu.