Mohs-kvarði
Útlit
Mohs-kvarði flokkar efni eftir viðnámi þeirra við rispun með harðara efni. Þessi mælikvarði var búinn til af steindarfræðingnum Friedrich Mohs og er ein af nokkrum skilgreiningum á hörku í raunvísindum.
Mohs byggði kvarðann á tíu algengum steintegundum. Efni eru staðsett á kvarðanum með því að finna harðasta efnið sem þau rispa.
Taflan sýnir samanburð við raunhörku sem er mæld með hörkumæli. Mohs-kvarðinn er einfaldur röðunarkvarði því kórundum er í raun tvisvar sinnum harðara en tópas, og demantur fjórum sinnum harðari, þrátt fyrir að þessi efni komi hvert á eftir öðru á kvarðanum.
Harka | Efni (efnasamsetning) | Raunharka |
---|---|---|
1 | Talkúm (Mg3Si4O10(OH)2) | 1 |
2 | Gifs (CaSO4·2H2O) | 3 |
3 | Kalkspat (CaCO3) | 9 |
4 | Flúorít (CaF2) | 21 |
5 | Apatít (Ca5(PO4)3(OH−,Cl−,F−)) | 48 |
6 | Feldspat (KAlSi3O8) | 72 |
7 | Kvars (SiO2) | 100 |
8 | Tópas (Al2SiO4(OH−,F−)2) | 200 |
9 | Kórundum (Al2O3) | 400 |
10 | Demantur (C) | 1500 |