Flúorít

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Flúorít

Flúorít tilheyrir hópi halíðsteinda. Flúorít dregur nafnið af efnasamsetningu sinni. Auðvelt er að bræða steindina og hún hefur verið notuð sem hjálparefni við stál-og álframleiðslu.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Myndar teninga eða áttflötunga, tvíburavöxtur algengur. Stærð kristala 0,5-5 cm. Kúlur eða hvirfingar með blaðlaga geislun. Grænleitt eða dauffljólublátt. Hálfgegnsætt með glergljáa.

  • Efnasamsetning: CaF2
  • Kristalgerð: kúbísk
  • Harka: 4
  • Eðlisþyngd: 3,1-3,2
  • Kleyfni: góð á fjóra vegu

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Finnst á Íslandi við jaðra granófýrinnskota og sem ummyndun í rótum rofinna megineldstöðva. Hefur fundist í Lýsuhyrnu á Snæfellsnesi en er líka að finna í Breiðdal.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2