Talk
Útlit
(Endurbeint frá Talkúm)
Talk eða talkúm er afar lin (harka 1) hvít eða grænleit steintegund. Efnaformúla þess er H2Mg3(SiO3)4 eða Mg3Si4O10(OH)2. (vatnað magnesíumsílíkat). Á duftformi er talk nefnt talkúm.
Berg úr talki kallast steatít, sápusteinn, kléberg eða tálgusteinn bæði vegna áferðar og þess hve auðvelt var að tálga það til.
Talkúm er notað í snyrtivörur (púður) og krít og við ýmis konar framleiðslu eins og flísagerð, keramík, málning og pappír. Talk er hita- og sýruþolin steintegund.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- „Hvað er talkúm?“. Vísindavefurinn.
- mineral.galleries.com Geymt 7 mars 2007 í Wayback Machine